fbpx

Sýni

Gæði og öryggi við meðferð á matvælum

4 kennslustundir

Farið er yfir fyrirbyggjandi aðgerðir sem nauðsynlegar eru við meðferð matvæla frá hafi og haga í maga s.s. kröfur til byrgja, prófanir mælitækja, þjálfun starfsfólks og gerð hreinlætisáætlana sem fela í sér meindýravarnir, þrifaáætlanir, umgengisreglur og hreinlætisúttektir. Ennfremur er farið yfir skilgreiningar á „hreinum“ og „óhreinum“ svæðum þar sem matvæli eru meðhöndluð og hvernig krossmengun getur orðið við mismunandi aðstæður. Fjallað er um geymslu á matvælum, mismunandi umbúðir, notkun rotvarnarefna og áhrif kælingar. Mikilvægi persónulegs hreinlætis og umgengnisreglna í matvælafyrirtækum. Handþvottur er krufinn til mergjar. Áhrif mismunandi hitastigs á örverur. Hvað „óslitin kælikeðja“ merkir. Lýst framkvæmd hitastigsmælinga og notkun mismunandi hitamæla.