fbpx

Sýni

Umbúðamerkingar – næringargildi

4 kennslustundir

Farið er yfir skilgreiningar á orkuefnunum prótein, kolvetni og fita einnig helstu uppsprettur þeirra. Farið er yfir hvernig orkugildið er reiknað út og hvernig má reikna út næringargildi t.d. með aðstoð Matarvefsins og ISGEM gagnagrunnsins. Rætt er um helstu kröfur sem gerðar eru til umbúðamerkinga á matvælum og umbúðamerkingar á ólíkum vörum skoðaðar. Sett eru upp dæmi um innihaldslýsingar út frá uppskriftum.