fbpx

Sýni

Að mörgu er að hyggja fyrir verslanir

Námskeiðið er ætlað starfsfólki í matvöruverslunum. Hægt er að taka námskeiðið í heild sinni sem er þá 16 klst og skipta því á nokkra daga eftir hentugleika eða að taka út einstaka námskeiðshluta.

Efni námskeiðs:

  • Verslunin og viðskiptavinurinn (1 klst.)

-Ímynd – traust – hvað skapar ímynd
-Starfsmaðurinn – viðmót – úrlausnir – bros
-Snyrtimennska – hreinlæti
-Upplýstur starfsmaður

  • Kjötborð – fiskborð – heitur matur (3 klst.)

-Gæði – öryggi – ferskleiki
-Grunnfræðsla um örverur
-Krossmengun
-Hitastig – áhrif á örverur – hitastigsmælingar
-Hreinlæti
-Matarsýkingar – helstu bakteríur
-Hleðsla í kjötborð / fiskborð

  • Hrein verslun (2 klst.)

-Hvers vegna
-Þrif á kjötborðum – fiskborðum.
-Þrif á verslanakælum

  • Pökkunaraðferðir – geymsla og geymsluþol (2 klst.)

-Vacumpökkun
-Loftskiptar umbúðir
-Áhrif á örverur – áhrif á lit á kjöti
-Dósir – plast – pappi – endurvinnsla á umbúðum

  • Grænmeti og ávextir (3 klst.)

-Móttökueftirlit
-Upptaka – hvað gerist
-Geymsla – áhrif rakastigs – áhrif hitastigs – áhrif etýlens
-Meðferð – hnjask
-Hreinlæti – áhrif örvera
-Salatborð
-Hitastig
-Hitastigsmælingar
-Lífræn ræktun – vistvænt – notkun varnarefna
-Framstilling – vöruþekking – áhrif á sölu

  • Bakaríið (1 klst.)

-Gæði og ferskleiki
-Hreinlæti
-Uppröðun og framstilling

  • Aukin þekking – betri starfsmaður – vöruþekking (2 klst.)

-Lífrænt – er það betra – metum – smökkum
-Vistvænt – munur á vistvænu og lífrænu
-Erfðabreytt – hvað er það? Erum við að borða erfðabreytt matvæli?
-MSG – rotvarnarefni – eru aukefni alltaf slæm?
-Umbúðamerkingar
-Best fyrir – FÍFÚ reglan
-Nýtt og spennandi – hvernig nýtum við “nýjar” tegundir

  • Innra eftirlit (GÁMES – HACCP) (3 klst.)

-Hvað er GÁMES-HACCP í verslunum
-Fyrirbyggjandi aðgerðir – hvernig förum við að því að vera alltaf á tánum
-Úttektir – innri úttektir – sýnatökur

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is