Að mörgu að hyggja í mötuneytinu
Námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu og færni til að uppfylla
margbreytilegar kröfur viðskiptavinarins.
1. hluti. HACCP – Örverur og hreinlæti (3 tímar)
- Hvað er HACCP, Hættur og forvarnir í mötuneytinu. Örverur í matvælum. Hegðun þeirra. Sjúkdómsvaldandi örverur (sýklar eins og salmonella, listeria og veirur) og áhrif hitastigs, kælingar og fleirri þátta á hegðun þeirra.
- Krossmengun: hrátt og soðið, skolun á grænmeti, ofnæmisvaldar og forvarnir í eldhúsinu.
- Kórónavírusinn og sóttvarnir í eldhúsinu.
- Þrif og sótthreinsun: Aðferðir, hvar eru erfiðustu staðirnar. Hvernig tökum við hreinlætissýni og hvernig túlkum við niðurstöður
- Spurningar og umræður
2. hluti Hollusta og næring (3 tímar)
- Hvað er hollt mataræði fyrir allan þorra fólks? Næringarfræðin á „mannamáli“
- Aukum hollustu og lækkum hráefniskostnað.
- Grænmeti og krydd. Baunir, linsur og gróf kolventi: Hollusta, meðhöndlun og notkun.
- Hvernig skipuleggjum við okkur og gerum matseðla.
- Vinsælar uppskriftir
- Umræður
Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is