fbpx

Sýni

Birgjasamþykktir – Nútíma kröfur til birgja

Námskeið fyrir þá sem eru í innflutningi og framleiðslu aðfanga fyrir matvæla – og fóðurframleiðslu (t.d. hráefni, íblöndunarefni, umbúðir, þrifaefni og smurefni). Einnig fyrir þá sem eru að framleiða matvæli og þurfa að samþykkja sína birgja og þjónustuaðila.

Ýmis matvælafyrirtæki eru með vottuð stjórnunarkerfi gerð til að auka tiltrú og traust viðskiptavina. Þessu námskeiði er ætlað að skýra vaxandi kröfur til birgja í matvæla og fóðuriðnaði.

Efni námskeiðs:

  • Almennar kröfur til birgja
  • Upplýsingar sem þarf að afla, vottorð.
  • Helstu staðlar  í notkun í íslenskum matvæla og fóðuriðnaði.  Kynning á BRC, IFS, lífrænni vottun, IFFO, FEMAS …..
  • Kröfur til birgja þar sem framleiðandi er með stjórnunarstaðal.

Lengd námskeiðs:  3 klukkustundir

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is