BRC staðallinn (8) – kröfur – úttektir
Námskeið fyrir þá sem nú þegar hafa vottun samkvæmt BRC staðli og þá sem hafa í hyggju að fá vottun.
Farið verður yfir helstu kröfur staðlanna og hvernig megi uppfylla þær á einfaldan hátt. Einnig er farið yfir helstu breytingar milli útgáfu 7 og 8 í matvælaöryggisstaðlinum. Mikið er lagt upp úr umræðum og verkefnavinnu.
Efni námskeiðis:
Kynning á BRC stöðlum og öðrum GSFI stöðlum
Saga BRC staðalanna og útbreiðsla: Hvert er hlutverk þeirra og hvar eru þeir algengastir. Hvernig er einkunnagjöf o.s.frv. Notkun á BRC merkinu.
IFS, ISO 22000 FSSC staðalinn Hver er helsti munurinn?
Helstu kröfur staðalsins:
- Matvælaöryggismenning
- Fundir, fundagerðir, samantektir, úrvinnsla
- Hættugreiningar og áhættumat. Hver er munurinn?
- Stefnur, markmið (SMART) og rýni
- HACCP (hættugreining, flæðirit), forvarnir, CCP (eins og suða, málmleit) prófun og gilding.
- Skjalastýring og skráningar
- Innri úttektir
- Samþykkir á birgjum og þjónustuaðilum, birgjamat
- Hættugreining og áhættumat á hráefnum, vörulýsingar
- Frávik, orsakagreining og úrbætur
- Neyðarstjórnun, innkallanir, kvartanir
- Rekjanleiki, massabókhald, skráningar
- Matvælavernd og matvælasvindl
- Aðskotahlutir, greining og forvarnir
- Afhending, dreifing
- Vöruþróun
- Pökkun, merkingar og eftirlit
- Starfsmenn og þjálfun
- High risk, High care, ambient high care
Lengd námskeiðs: 14 klukkustundir (2×7 klst)
Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is