fbpx

Sýni

Fiskvinnslur – meðhöndlun hráefnis og afurða

Námskeið ætlað almennum starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækja þar sem fjallað er um rétta meðhöndlun matvæla, krossmengun, umgengi og hreinlæti með sérstaka áherslu á fisk og fiskafurðir.

Efni námskeiðs:

• Örverufræði. Hegðun og útbreiðsla örvera – matarsjúkdómar, skemmdarörverur. Hvernig er hægt að hindra að örverur berist í matvæli?
• Aðskotaefni og sníkjudýr í íslensku sjávarfangi.
• Fyrirbyggjandi aðgerðir. Af hverju eru þær mikilvægar og í hverju felast þær?
• Rétt meðhöndlun matvæla, umbúða, áhalda og kara til að auka öryggi, gæði og minnka rýrnun
• Krossmengun hvað er það? Hvað getum við gert? Farið m.a. yfir mikilvægi aðskilnaðar á milli hreinna og óhreinna svæða og meðhöndlunar á úrgangi og afurða.
• Hreinlæti, umgengni, skipulag og frágangur.
• Persónulegt hreinlæti starfsfólks, hvers vegna þurfum við umgengnisreglur?
• Gæði, traust og samvinna.

Lögð er áhersla á að aðlaga námskeiðið að þörfum viðkomandi fyrirtækis og að allir starfsmenn séu virkir þátttakendur í námskeiðinu.

Rannsóknarþjónustan sýni ehf hefur gert samstarfsamning við Starfsafl fræðslusjóð um að sjóðurinn styrki þau námskeið sem fyrirtækið býður upp á.

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is