fbpx

Sýni

Fiskvinnslur – verkstjórar og aðrir stjórnendur

Námskeið ætlað  verkstjórum og öðrum stjórnendum fiskvinnslufyrirtækja þar sem fjallað er m.a. um  rétta meðhöndlun matvæla alla leið til neytandans, hreinlæti, þjálfun starfsmanna, nýsköpun í sjávarútvegi og bætta nýtingu.

Efni námskeiðs:

 • Helstu lög og reglugerðir sem gilda um framleiðslu á sjávarafurðum. Ný merkingarreglugerð. Staðlar: BRC og IFS
 • Örverur og sníkjudýr í íslensku sjávarfangi . Hegðun og útbreiðsla  – hvaða þættir hafa áhrif? Hvernig er hægt að hindra að örverur berist í matvælin?
 • Persónulegt hreinlæti, umgengni og skipulag. Vellíðan og öryggi á vinnusvæðinu.
 • Þrif og sótthreinsun, tilgangur, árangur og þrifaeftirlit.
 • Krossmengun. Mikilvægi aðskilnaðar á milli hreinna og óhreinna svæða og meðhöndlunar á úrgangi og afurðum.
 • Rétt meðhöndlun fisksins, umbúða, áhalda og kara til að auka öryggi, gæði og minnka rýrnun. Gildi kælingar alla leið.
 • Bætt nýting á sjó og í landi, aðferðafræði og þróun á búnaði
 • Þjálfun starfsmanna. Samskipti yfir- og undirmanna. Traust og samvinna. Verkefnastjórnun.
 • Sannprófun á gæðakerfinu. Hvernig geta verkstjórar sannprófað að unnið sé eftir fyrirmælum, að skráningar, þrif og handþvottur séu í lagi?
 • Sjálfbær auðlindanýting, RFM og MSC vottanir, þróun ýmissa lífefna úr fiski.
 • Umhverfismengun. Staðan á Íslandsmiðum, sótspor og súrnun sjávar, frárennslismál – snerting við  sjávarútveginn

 

Lögð er áhersla á virkni  þátttakenda á námskeiðinu með umræðum og verkefnavinnu.

Þáttakendur taka með sér verkefni af námskeiðinu sem farið verður yfir á tveggja klukkustunda verkefnalokafundi. Fundartími verður ákveðinn á námskeiðinu.

Lengd námskeiðs: 1 x 8 klst.

Rannsóknarþjónustan sýni ehf hefur gert samstarfsamning við Starfsafl fræðslusjóð um að sjóðurinn styrki þau námskeið sem fyrirtækið býður upp á.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is