fbpx

Sýni

Grænmeti og ávextir

Meiri gæði – minni rýrnun – aukin fjölbreytni

Námskeið ætlað starfsfólki í matvöruverslunum, starfsfólki í mötuneytum og öðrum áhugasömum um ávexti og grænmeti

Sífellt er verið að hvetja okkur til að borða meira af ávöxtum og grænmeti. Framboð og ferskleiki hefur þar mikil áhrif. Aðlaðandi framstilling í verslunum, vöruþekking og þor til að prófa nýjar tegundir skiptir einnig miklu máli.

  • Hvernig getum við haft áhrif á gæði ávaxta og grænmetis ?
  • Farið er yfir helstu þætti sem hafa áhrif á gæði og geymsluþol.
  • Móttökueftirlit, pantanir, hitastig og hreinlæti og áhrif þess á rýrnun og gæði.
  • Hvað er etýlen – varnarefni – lífræn ræktun?
  • Salatbarir – hitastig og hreinlæti.
  • Vöruþekking – hvar finnum við upplýsingar?
  • Smökkum og ræðum notkunarmöguleika nokkurra tegunda.
  • Framsetning vöru – staðsetning – áfylling.

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is