fbpx

Sýni

Námskeið fyrir starfsfólk í mötuneytum

Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist helstu vinnureglum í eldhúsi þegar kemur að meðhöndlun matvæla og hreinlæti. Að lokum er farið í einfalda matargerð og allir frá að njóta.

Efni námskeiðs:

  • Gæðamál – Helstu hættur í eldhúsum – Sýklar, ofnæmisvaldar og aðskotahlutir
  • Meðhöndlun matvæla – Hitastig, krossmengun, frágangur – Fiskur, kjöt grænmeti og ávextir
  • Hreinlæti og þrif – Þrifaáætlun. þrifaskráningar og sýnataka
  • Persónulegt hreinlæti – Vinnufatnaður, handþvottur og tilraun með GLÓA
  • Hvernig á að lesa á umbúðir? – Innihaldslýsingar og næringargildi
  • Verkefnavinna í kennslueldhúsinu okkar.
  • Smökkun og umræður

 

Lengd námskeiðs 1×4 tímar (kennt er frá kl 14:00-18:00)

Nánari upplýsingar í matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3391