fbpx

Sýni

Sannprófun – Innri úttektir

Mörg fyrirtæki á Íslandi starfsrækja innra eftirlitskerfi en veigamikill þáttur í slíku kerfi eru innri úttektirnar. Á námskeiðinu verður rætt um innri úttektir í víðu samhengi m.a. úttektir og sannprófun á virkni forvarna og HACCP kerfis. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á verkefnavinnu þar sem þátttakendur geta m.a. koma með skjöl úr eigin gæðakerfi t.d. vöktunar- og sýnatökuáætlun og unnið með þau undir leiðsögn fyrirlesara. Með því móti geta þátttakendur hámarkað skilvirkni og árangur námskeiðsins.

Á námskeiðinu verður farið í m.a. eftirfarandi atriði:
• Sannprófun, innri úttektir – aðferðafræði
• Úttektaáætlun
• Undirbúningur og framkvæmd úttekta – gerð gátlista
• Undirbúningur og framkvæmd sannprófunar – sýnatökur og prófanir
• Niðurstöður, úrbætur og eftirfylgni.

Lengd námskeiðs 6 klst.

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is