fbpx

Sýni

Matvælalöggjöf og matvælaeftirlit

Markmið námskeiðs:

  • Að þátttakendur kynnist efni laga og reglugerða sem gilda um ferlið frá uppruna til sölu matvæla
  • Að þátttakendur geti útskýrt markmið og fyrirkomulag matvælaeftirlits og matvælavöktunar

Efni námskeiðs:

  • Tilgangur og fyrirkomulag eftirlits og vöktunar samkvæmt lögum, reglugerðum og reglum frá uppruna til sölu matvæla
  • Þættir sem þarf að uppfylla til að fá starfsleyfi, svo sem aðstaða, fræðsla og virkt innra eftirlit. 
  • Reglugerðargrunnur, sem VSÓ Ráðgjöf hefur gert, kynntur
  • Hlutverk MAST og eftirlitsaðila eins og heilbrigðiseftirlita, skoðunarstofa og dýralækna
  • Kerfisbundið eftirlit og vöktun aðskotaefna og eiturefna á ýmsum stigum matvælavinnslu svo sem evrópska tilkynningakerfið (RASFF)

 

Lengd námskeiðs: 4 klst. 

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3380