Meðhöndlun á fiski í fiskiskipum
Gott hráefni er undirstaða góðrar afurðar.
Nú þegar fiskveiðiheimildir eru takmarkaðar
skiptir meðhöndlun hráefnis enn meira máli.
Með góðri meðhöndlun getum við auðkið verðmæti afurða.
Efni námskeiðsins:
- Fiskur og örverur. Hvernig höldum við skemmdarörverum í lágmarki. Áhrif hitastigs á vöxt örvera. Sýklar sem geta hugsanlega borist með fiski- Listeria monocytogenes.
- Meðferð afla við veiðar og um borð. Helstu þættir sem hafa áhrif á gæði hráefnis, s.s. veiðar, losun úr veiðarfærum, blóðgun, slæging, þvottur, dauðastirðnun, los, röðun í kör og ísun. Geymslutími og geymsluþol.
- Hvernig stendur áhöfnin sig þegar kemur að hreinlæti við vinnslu og frágang í skipinu. Skip skoðað og myndir teknar. Umræður um það sem vel er gert og hvað megi betur fara.
- Þrif og þrifaefni. Hreinlætiseftirlit.
- Gæðastarfsmaður – gæðahráefni – Grundvöllur gæða er gott samstarf og gott skipulag um borð. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Allir starfsmenn skipta máli í þeirri keðju.
Nánari upplýsingar í: matvaelaskolinn@syni.is