Námskeið fyrir matvælabirgja
Með auknum kröfum reglugerða og kaupenda um örugg og ósvikin gæðamatvæli þurfa matvælaframleiðendur meiri og meiri upplýsingar um gæðakerfi birgja og um þau hráefni, vörur og umbúðir sem þeir nota við framleiðsluna.Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist helstu kröfum reglugerða og staðla sem snúa að birgjum og vörumerkingum. Hvaða kröfur birgjar þurfi að uppfylla, hvað vottorð þurfa að vara til staðar og hvað þarf að standa í þessum vottorðum.
Efni námskeiðs:
- Yfirlit yfir helstu hættur í matvælum s.s sýkla, sníkjudýr, histamín, þungmálma, díoxín, ofnæmisvaldandi efni, aðskotahluti o.fl.
- Staðlar – stutt kynning (t.d ISO staðlar, IFS staðall, BRC staðall). Helstu kröfur til birgja til að þeir séu hæfir til að selja vottuðum fyrirtækjum
- Kröfur, birgjaúttektir, birgjamat
- Merkingar matvæla. Ný reglugerð um matvælaupplýsingar. Ofnæmisvaldar.
- Vörulýsinga- / datablöð. Hvað þurfa þau að innihalda? Hvernig lesum við úr þeim?
- Verkefnavinna
Lengd námskeiðs 2×4 tímar