fbpx

Sýni

Þrifavænleg hönnun

Námskeið fyrir alla sem koma nálægt hönnun, viðhaldi, skipulagningu og endurbótum á húsnæði fyrir matvælafyrirtæki.

Til að tryggja öryggi matvæla er mikilvægt að þrif séu góð á tækjum, vélum og húsnæði. Við hönnun, endurbætur og viðgerðir er hægt að auðvelda þrifin til muna með því að nota rétt efni og bestu mögulegu útfærslu í sambandi við hönnun og endurbætur.
Efni námskeiðs:

  • Örstutt örverufræði. – Hvað eru örverur, hvernig berast þær – áhrif hitastigs á vöxt. Sjúkdómsvaldandi örverur. Þrif og sótthreinsun í matvælafyrirtækjum – bíófilmur
  • HACCP- gæðakerfið og hættugreiningar. Hvað er HACCP – Hvernig tengist viðhald og hönnun húsnæðis gæðakerfi og hættugreiningu.
  • Hvað þarf að hafa í huga við hönnun húsnæðis. “Hreint og óhreint” svæði – Hvaða kröfur eru gerðar skv. reglugerðum.
  •  Efnisval – hvaða efni er best að nota – Ódýrasta leiðin stundum sú dýrasta þegar upp er staðið
  • Veggir – gólf – loft – lagnir – tæki – vélar
  • Góð hönnun/Gott verklag – Ýmis dæmi tekin varðandi góða og slæma hönnun/verklag.

 

Lengd  námskeiðs:

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is