Borðum betur – Á fjöllum
Á námskeiðinu verður rætt um þá þætti sem hafa áhrif á úthald og vellíðan í gönguferðum.
Þá verður sérstaklega talað um næringu og skynsamlegt mataræði.
Gefnar verða hugmyndir af matarpökkum fyrir göngur og uppskriftir af þurrmat, m.a. mexíkóskum og indverskum réttum.
Þá verður farið í mikilvægi vatnsdrykkju og vökvainntöku á göngu og tilgangi orkudrykkja.
Ýmislegt spennandi verður til smökkunar og skoðunar.
 
Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389