fbpx

Sýni

Jákvætt hugarfar – aukin gæði – betri líðan

Námskeiðið er ætlað starfsfólki matvælafyrirtækja. Námskeiðið nýtist best ef allir starfsmenn fyrirtækisins eða ákveðinna deilda innan fyrirtækisins koma saman á námskeiðið. Í lok námskeiðsins setja starfsmenn sér sameiginleg markmið.

 Lýsing:

  • Hugarfar – viðmót – samvinna –
  • Gæði og öryggi – Ábyrgð allra starfsmanna.
  • Framleiðsluferillinn – helstu áhættuþættir – fyrirbyggjandi aðgerðir
  • Óreiða eða allt á sínum stað
  • 5s – kerfið – úttekt á eigin umhverfi – leiðir til úrbóta
  • Markmið – breytt og betra vinnuumhverfi

 

Hugarfar allra starfsmanna getur haft mikil áhrif á hvernig til tekst við að framleiða örugga og góða vöru. Farið verður yfir framleiðsluferil í viðkomandi vinnslum og helstu áhættuþætti. 5 s kerfið er kynnt til sögunnar og aðferðafræðin notuð til að taka út eigið vinnusvæði.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og verkefnavinnu

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389