fbpx

Sýni

Allt í einum potti eða bakka (gastró)

Námskeið fyrir þá sem vilja læra að elda einfaldan og hollan mat á fljótlegan hátt. Námskeiðið hentar bæði starfsfólki mötuneyta og fólki sem hefur takmarkaðan tíma en vill elda hollan og staðgóðan mat fyrir fjölskylduna.

Efni námskeiðs:

Samsetning máltíða þar sem tekið er tillit til næringargildis, útlits og bragðs.
Aðferðarfræði við að elda allt í einum potti (gastró).
Notkun krydda, kjöts, fisks, bauna, grænmetis og kolvetnagjafa.

Þátttakendur elda nokkra góða rétti, borða saman og skiptast á skoðunum.

 

Lengd námskeiðs: 4 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389