fbpx

Sýni

Bland í poka

Stutt og skemmtilegt matreiðslunámskeið fyrir þá sem langar í nýjar hugmyndir fyrir mötuneytið sitt.

Stuttur fyrirlestur um notkun á spennandi kolvetnum (t.d. ýmsar tegundir núðla, quinoa o.fl) og kryddum og kryddjurtum. Síðan matreiðum við, fyllum hlaðborðið með kræsingum og njótum.

Eftirfarandi réttir hafa verið eldaðir á námskeiðinu: 

 • Frittata með grænum steinseljuhjúp
 • Kardimommukjúklingur
 • Fylltir bakaðir tómatar og paprikur
 • Ítalskt salat með hráskinku, mozarella og heitri balsamic dressingu
 • Núðlusalat með kjúklingi og austurlenskri dressingu
 • Salat með nautastrimlum og sesamdressingu
 • Tagliatelle með djúpsteiktu zuccini og parmesandressingu
 • Gazpacho – köld súpa
 • Tandoori masala með kjúklingi, grænmeti og cashew hnetum
 • Gulrótarpilaff og hrísgrjón með ilmandi indverskum kryddum
 • Naan brauð með hvítlauksolíu og kóríander
 • Chili con carne að mexíkóskum hætti
 • Lambakjöt í ratatouille úr sveitum Frakklands
 • Thailensk súpa með núðlum og rækjum
 • Marokkóskur kjúklingaréttur

Endanlegur matseðill fyrir námskeiði hefur ekki verið ákveðinn, vel er tekið í allar óskir.

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389