fbpx

Sýni

Brauð úr fjölbreyttum hráefnum

 

Fátt er betra en angan af nýbökuðu brauði.

Námskeið um gerbakstur fyrir alla sem hafa áhuga á að baka sín eigin brauð – dags daglega eða til hátíðabrigða.

Bakaðar verða nokkrar mismunandi gerði brauða og á meðan brauðin hefast búum við til sultur, mauk og “chutney” til að borða með ilmandi brauðinu.

Við verklega þáttinn verður fléttað fróðleiksmolum um brauðbakstur s.s.

  • Hvað gerist við brauðbakstur?
  • Hvaða áhrif hafa hin ýmsu hráefni á brauðið?
  • Hvað er súrdeig?
  • Mismunandi leiðir að góðu brauði
  • Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir hveiti?
  • Hvernig aukum við hollustu brauða?
  • Hvað getum við notað af íslenskum hráefnum?

Að lokum setjumst við niður og njótum afrakstursins

Lengd námskeiðs: 3,5 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389