fbpx

Sýni

Eldað úr íslenskum þörungum

Námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á spennandi matargerð úr íslenskum hráefnum

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig skal tína þörunga, rætt um næringargildi þeirra, meðhöndlun og geymslu. Síðan mega þátttakendur prófa sig áfram með mismunandi matreiðslu. Eldaðir verða nokkrir réttir úr þörugunum og námskeiðinu lýkur svo með sameiginlegu borðhaldi.

 

Leiðbeinandi er Ólöf Hafsteinsdóttir matvælafræðingur en Ólöf hefur langa reynslu af vinnu við þörunga. Hún vann m.a. að verkefnum tengdum útflutningi á þörungum og hefur verið í nánu samstarfi með Rúnari Marvins matargerðarmanni og Karli Gunnarssyni þörungafræðing við þróun rétta úr íslenskum þörungum.

Námskeiðið var ákveðið í framhaldi af verkefni sem Sýni vann með Hollustu úr hafinu.