fbpx

Sýni

Gómsætar krásir – allt í einum potti

Matreiðslunámskeið fyrir alla áhugasama um góðan og hollan mat

Stutt fræðsla um hin ýmsu hráefni og krydd sem eru nauðsynleg við matargerð s.s. grænmeti, hrein krydd, baunir, linsur, hnetur, kryddjurtir, fisk og kjöt.
Síðan eldum við saman nokkra vel valda rétti.

Meðal rétta sem eldaðir verða á námskeiðinu:

  • Lúxus lasagne
  • Smjörbaunasalat með salami, grænmeti og kryddjurtum
  • Tandoori masala með kjúklingi, baunum og hnetum
  • Fiskur á kartöflubeði með sveppaspínatsósu og steinseljubrauðhjúp
  • Kúskús salat frá Miðjarðarhafinu með kjúklingabaunum og fetaosti
  • Ofnbakaður fiskur með fennel, tómötum og nýmöluðum kryddum
  • Chilli con carne
  • Lambakjöt í ratatouille sósu
  • Grænmetis moussaka
  • Marokkóskur kjúklingur – Chermoula

 

Við endum námskeiðið á því að smakka á réttunum og skiptast á skoðunum

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389