fbpx

Sýni

Heimagert, hollt og hagkvæmt

Matreiðslunámskeið fyrir alla sem vilja læra að elda hollan og spennandi mat fyrir alla fjölskylduna

Við notum hráefni eins og kjúkling, fisk og kjöt sem við drýgjum með baunum, linsum, grænmeti af öllu tagi, grófum kolvetnum og spennandi kryddum og kryddjurtum.

Meðal rétta sem eldaðir verða á námskeiðinu:

  • Flottar súpur úr maukuðu grænmeti og meiriháttar kryddum
  • Skyndibitar eins og pizzur og fajitas – jammí
  • Ilmandi karríréttir – fiskur, kjúklingur, grænmeti, baunir, hnetur, linsur…. og svo lærum við að baka naanbrauð með.
  • Kjötbollur með ítalskri tómat-basil sósu

 

Í lok námskeiðsins snæðum við saman og skiptumst á skoðunum um réttina.

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389