fbpx

Sýni

Hvað er í matinn?

Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta, matráða, kokka og aðra sem hafa áhuga á matargerð

Námskeiðið er alls 9 klst. og skiptist í tvo hluta:

Fyrri dagur:

 • Fjölbreytt mataræði – Hvernig náum við því ?
 • Gerð matseðla – vinnulýsing og púsluspil
 • Hjálpartæki eldhússlífsins
 • Heitar sósur, kaldar sósur og salatsósur
 • Krydd, kryddblöndur og kryddjurtir
 • Sósugerð og smökkun – verklegt
 • Kolvetni – mikilvægasti orkugjafinn
 • Baunir – til að drýgja og auka næringargildið
 • Grænmeti og ávextir – framboð, hollusta og notkun.

 

Seinni dagur:

 • Léttir réttir úr grænmeti, baunum, kolvetnum og kryddum – verklegt
 • Allt í einum potti/gastró matreiðsla – Helstu ráð
 • Matarmikil salöt, súpur og ofnréttir – verklegt
 • Umræður, spurningar og uppskriftamiðlun

 

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389