Ítalskur sveitamatur
Matreiðslunámskeið fyrir alla áhugasama um góðan og hollan mat.
Stutt fræðsla um ítalska matseðilinn: Hvernig ræktum við basiliku? eða sjóðum pasta? Tómatar í allri sinni dýrð. Hvað er ragú og hvernig búum við til mjúkt rísotto?
 
Matseðill námskeiðsins er undir áhrifum matreiðslubókanna jamie´s italy eftir Jamie Oliver og The italian country table
- Tomat-mozzarella salat með furuhnetum og basil (Insalata di Pomodori e Mozzarella)
- Parma salat með heitri balsamik dressingu (Insalata di Parma e Balsamico)
- Ekta ítölsk Ribollita
- Föstudagspasta (Spaghetti del Venerdi Sera)
- Ristotto með sveppum og steinselju (Risotto ai funghi e prezzemolo)
- Ragú frá sveitahéruðum ítalíu
Í lok námskeiðsins snæðum við saman og skiptumst á skoðunum um réttina.
 
Lengd námskeiðs: 3 klst.
Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389