fbpx

Sýni

Krakkamatur

6 tíma matreiðslunámskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og þá sem starfa í eldhúsum.

Efni námskeiðs:

Dagur 1:

 • Hvað er gott að borða fyrir kynslóð framtíðarinnar?
 • Fróðleikur um ýmis spennandi hráefni og krydd – mikið lagt upp úr notkun á grófum kolvetnum og linsum sem bæði eru ódýr og virkilega holl
 • Matargerð – súpur, léttir réttir og sósur
 • Borðhald og umræður

Dagur 2:

 • Salatbarir og salöt
 • Matargerð – fiskur, kjöt og grænmetisréttir
 • Borðhald og umræður

 

Dæmi um rétti sem búnir verða til  í matargerðinni:

 • Hakkréttir af ýmsu tagi með linsubaunum, grænmeti og svolítið framandi kryddum. Mexíkóskir réttir sem krakkarnir elska.
 • Sveitabaka með gulu þaki.
 • Kássa eins og börnin í Norður afríku borða…með kanil.
 • Pizzafiskur, Hrísgrjónafiskréttur með appelsínukarrísósu.
 • Spennandi súpur með grófum núðlum, grænmeti og kjöti.
 • Kaldar sósur úr ab mjólk.

 

Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389