Mexíkóskt hlaðborð
„Fyrir fertugsafmælið eða fermingarveisluna“. 3 tíma matreiðslunámskeið fyrir þá sem vilja töfra fram flotta og bragðgóða veislu. Farið er yfir helstu hráefni sem notuð eru í mexíkóskri matargerð og síðan eru eldaðir nokkrir spennandi réttir:
- Quesedillas bakað frá grunni
- Kartöflur með chilli, cummin, kóríander og fennel
- Allt öðruvísi rækjusalat
- Saltfiskréttur borðaður á jóladag í Mexíkó
- Mexíkóskar kjötbollur (albondigas) með heitri chillisósu
- Burritos með kjúklingi og hrísgrjónum
- Fajitas með nautastrimlum, langskornu grænmeti og ekta salsasósu