Norður Afrískur matur, til að njóta
Matreiðslunámskeið fyrir alla áhugasama um framandi, góðan og hollan mat.
Stutt fræðsla um helstu krydd og hráefni sem notuð eru í Norður Afrískri matargerð.
Að því loknu eldum við saman dýrindis Norður Afríska máltíð og borðum saman.
Matseðill námskeiðsins
- Grænmetisréttur með saffrani og Harissa
- Marínerað kúskússalat að hætti Jamie Oliver
- Þorskhnakkar með sítrónu cherumoula
- Flatbrauð frá norður afríku
- Lambakjöt með kanil og apríkósum
- Gulrætur með cummin og cilantró
- Kjúklinga tagine
- Laufléttur eftirréttur á norður afríska vísu
Lengd námskeiðs: 3 klst.
Nánari upplýsingar og skráning: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389