fbpx

Sýni

Tengslanet starfsfólks í mötuneytum

Matvælaskólinn hjá Sýni ætlar að halda utan um samstarfsvettvang starfsfólks í litlum og stórum mötuneytum. Tilgangurinn er að starfsfólkið geti komið saman, miðlað af reynslu og þekkingu, fengið ábendingar varðandi innkaup, matseðla, uppskriftir og námskeið í boði. Fundirnir byrja með stuttum fræðslufyrirlestrum um mismunandi efni en síðan verða umræður og skipst á reynslu, upplýsingum og uppskriftum. Miðað er við að hópurinn hittist alls 4 sinnum.