fbpx

Sýni

Rekjanleikastaðlar  MSC, RFM og IFFO

Námskeið ætlað starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækja sem eru með rekjanleikavottun eða hafa hug á að sækja um slíka vottun. Farið verður yfir kröfur rekjanleikastaðla og hvernig þær eru tengdar gæðakerfi fyrirtækja í verklagsreglum og skráningu.

Efni námskeiðs:

  • Vottun tegunda og aðilar að fiskveiðivottun
  • Rekjanleikavottun – fyrir hverja ?
  • Kröfulýsingar varðandi birgja, aðgreiningu og merkingu, hráefnis, afurða og milliafurða,
  • Rekjanleiki frá seldri vöru til hráefnis og frá móttöku hráefnis í afurðir, massabókhald og skráningar.
  • Auðkennismerki, merking og umbúðir.
  • Frávik, kvartanir, innköllun og tilkynningaskylda.
  • Ábyrgð starfsfólks, þjálfun og færni.
  • Verktakar.

Lögð er áhersla á að aðlaga námskeiðið að þörfum viðkomandi fyrirtækis og að allir starfsmenn séu virkir þátttakendur í námskeiðinu.

Lengd námskeiðs: 4 klst.

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389