Stofnun matvælafyrirtækja
Matvælaframleiðsla er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi og eru kröfur til matvælaframleiðslu margvíslegar. Námskeiðinu er ætlað að svara hinum ýmsu spurningum varðandi lög og reglugerðir, innra eftirlit, vöruþróun og umbúðamerkingar, styrkjaumhverfið o.fl. Áhersla verður lögð á gæðamál, rekstrar- og markaðsmál. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu og að vinna með raunveruleg vandamál sem fólk hefur staðið frammi fyrir. Námskeiðið er einnig kjörið tækifæri til að hitta aðra í svipuðum hugleiðingum. Námskeiðið skiptist í níu hluta. Sjá nánari lýsingu á námskeiðshlutunum hér fyrir neðan.
Markhópar eru : Sprotafyrirtæki, einstaklingar í leit að nýjum leiðum, matvælaframleiðendur í héraði, ferðamannaþjónusta og aðrir sem hafa áhuga á matvælaframleiðslu.
- 1. Lög og reglugerðir.
- 2. Öryggi matvæla – Hreinlæti og þrif.
- 3. Húsnæði, innréttingar og þrifavænleg hönnun.
- 4. Gæðamál, innra eftirlit og úttektir.
- 5. Vöru-og hráefnaþekking – val á vörum.
- 6. Pökkunaraðferðir, val á umbúðum og umbúðamerkingar.
- 7. Vinnuvernd og vellíðan á vinnustöðum.
- 8. Umhverfi matvælafyrirtækja og mikilvægi samtaka fyrirtækja.
- 9. Styrkumsóknir og möguleika fyrirtækja til styrkja t.d. vegna vöruþróunar.