fbpx

Sýni

1. Lög og reglugerðir

Markmið með námskeiðinu er að þátttakendum verði kunnugt um lög og reglugerðir sem gilda um starfsemi matvælafyrirtækja.

Lýsing
Á fyrri hluta þessa námskeiðs verður farið verður yfir hin mismunandi félagaform (s.s. hlutafélög, samvinnufélög, einkahlutafélög) sem til greina koma við stofnun matvælafyrirtækja og hvaða þætti þarf að skoða við val á félagaformi. Þá verður fjallað um reglugerðir tengdar starfsmannamálum s.s. öryggi starfsmanna o.fl.
Á seinni hluta námskeiðsins verður farið yfir þær kröfur sem þarf að uppfylla til að fá starfsleyfi fyrir matvælafyrirtæki og hvernig og hvar á að sækja um slíkt leyfi. Einnig fá þátttakendur yfirlit yfir lög og reglugerðir sem matvælafyrirtæki þurfa að vinna eftir. Þar má nefna nýja matvælalöggjöf sem nú er að taka gildi og ýmsar sértækar reglugerðir sem varða matvælaframleiðslu.

Námskeiðslengd: 4 klukkustundir