fbpx

Sýni

2. Öryggi matvæla – Hreinlæti og þrif.

Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur fái grunnskilning á hegðun örvera og áhrifum þrifa og ýmissa umhverfisþátta á örveruvöxt.

Lýsing
Farið verður yfir grunnþætti matvælaörverufræði. Rætt verður um hegðun og útbreiðslu örvera, skaðsemi og hagnýtingu hinna mismunandi örveruhópa og hvernig þær geta borist milli manna og í matvæli. Helstu örverur sem valda matarsjúkdómum eru kynntar til sögunnar. Farið yfir mun á matareitrunum og matarsýkingum. Áhrif hitastigs á örveruvöxt og mikilvægi þess að kælikeðjan sé óslitin. Fjallað verður um hvernig krossmengun getur orðið við mismunandi aðstæður. Rætt um persónulegt hreinlæti og umgengnisreglur. Handþvotturinn verður krufinn til mergjar. Þá verður fjallað um þrif og sótthreinsun, tilgang, árangur og þrifaeftirlit. Nemendur læra að taka örverusýni, bæði vatnssýni, snertisýni með Rodac skálum og stroksýni.

Námskeiðslengd: 4 klukkustundir