fbpx

Sýni

3. Húsnæði, innréttingar og þrifavænleg hönnun

Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur geri sér grein fyrir hvaða þættir það eru í umhverfi og búnaði matvælafyrirtækja sem geta haft áhrif á öryggi matvælanna.

Lýsing
Fjallað verður um hvað hafa ber í huga þegar vinnusvæði matvælafyrirtækja er skipulagt, hvernig gott skipulag frá byrjun og þrifavænleg hönnun tækja og búnaðar getur komið í veg fyrir ýmis vandamál síðar meir. Hvað eru “hrein” og “óhrein” svæði og hvernig gæti krossmengun átt sér stað á vinnusvæðinu. Farið er yfir kröfur sem gerðar eru til efna og hluta sem koma í snertingu við matvæli og rætt um mikilvægi þess að aðstaða og búnaður sé þannig úr garði gerður að þrif og umgengni verði sem auðveldust.

Námskeiðslengd: 3 klukkustundir.