fbpx

Sýni

4. Gæðamál, innra eftirlit og úttektir

Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur fái grunnskilning á innra eftirliti.

Lýsing
Starfsemi matvælafyrirtækja er margbreytileg og þarf innra eftirlit alltaf að taka mið af hverju fyrirtæki fyrir sig með það í huga að tryggja öryggi, gæði og hollustu matvæla.
Fjallað er um öryggi í gegnum alla “fæðukeðjuna”. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.
Farið er yfir hvernig koma má upp virku innra eftirliti, sem byggir á aðferðum HACCP, á einfaldan hátt. Þar gegna góðir framleiðsluhættir/fyrirbyggjandi aðgerðir lykil hlutverki t.d. virk hreinlætisáætlun, kröfur til birgja, þjálfun starfsfólks, fyrirbyggjandi viðhald og hitastigsstjórnun. Farið er yfir helstu hættur í matvælum, eftirlit með þeim, skráningar og úrbætur.

Námskeiðslengd: 6 klukkustundir
Kvartanir – Hvernig vinnum við úr kvörtunum og nýtum til góðs? Sannprófun á gæðakerfum – Hvernig tryggjum við að innra eftirlitið sé að virka?