fbpx

Sýni

5. Vöru-og hráefnaþekking – val á vörum

Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur fái yfirlit yfir helstu hráefni, aukefni og íblöndunarefni í matvæli

Lýsing
Unnið er út frá fæðuhringnum og mismunandi hráefni kynnt til sögunnar. Efnainnihald mismunandi hráefna skoðað, baunir, grænmeti, ávextir, kjöt, egg, fiskur og kornvörur – ofnæmisvaldar, erfðabreytt matvæli. Ferskleiki hráefnis og ferskleikamat. Rætt verður um mikilvægi vöru- og hráefnisþekkingar til þess að tryggja að meðhöndlun vörunnar sé rétt. Vörulýsingar – hvaða kröfur á að gera til vörulýsinga frá birgjum. Skilgreining og flokkun aukefna. Aðskotaefni – hvernig þau geta borist í matvörur.

Námskeiðslengd: 4 klukkustundir