fbpx

Sýni

6. Pökkunaraðferðir, val á umbúðum og umbúðamerkingar

Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur fái innsýn í mismunandi pökkunaraðferðir, val á umbúðum utan um matvæli og þekki reglur sem gilda um umbúðamerkingar.

Lýsing
Taka þarf tillit til ýmissa þátta varðandi samsetningu og gerð vöru þegar umbúðir eru valdar. Einnig getur val á umbúðum og pökkunaraðferðir haft mikil áhrif á geymsluþol. Farið yfir hvernig hægt er að ákveða geymsluþol með skynmati og mælingum. Rætt verður um ýmsar gerðir umbúða sem notaðar eru fyrir matvæli og mikilvægi þess að notaðar séu umbúðir sem ætlaðar eru fyrir matvæli. Farið er yfir kröfur sem gerðar eru til umbúðamerkinga, en afar mikilvægt er að merkingar matvæla séu réttar og vel framsettar. Þátttakendur fá þjálfun í að setja upp innihaldslýsingar og að lesa úr umbúðamerkingum.

Námskeiðslengd: 4 klukkustundir