fbpx

Sýni

Matreiðslunámskeið fyrir þá sem vilja læra að búa til vegan heimilismat.

Stutt fræðsla um hvað felst í því að vera vegan. Af hverju kjósa sífellt fleiri að draga úr neyslu dýraafurða eða sniðganga þær alveg?

Matseðill námskeiðsins miðar að því að sýna þátttakendum hversu einföld en um leið fjölbreytt vegan matreiðsla getur verið.

  • Matarmikil og kraftmikil, maukuð linsubauna- og grænmetissúpa
  • Heimagerður hummus
  • Indverskur kjúklingabauna- og kartöfluréttur
  • Mexíkóskt burritos með svartbauna- og grænmetisfyllingu
  • Heimagert guacamole
  • Pastaréttur með grænmeti og bulsum í ítalskri tómatsósu
  • Hráfæðissúkkulaðikaka

Í lok námskeiðsins borðum við saman og skiptumst á skoðunum um réttina.

Lengd námskeiðs: 3 klst.

Nánari upplýsingar: matvaelaskolinn@syni.is eða í síma 512-3389.