fbpx

Sýni

Mexíkóýsa með í tortillum með gúrkusósu

Lýsing:

Þetta er alveg frábær fiskréttur úr bókinni Af bestu lyst 2. Uppskriftin er fyrir 4.

Þessi uppskrift er fljótleg og fiskur passa ljómandi vel í tortillur. Þetta er líka góð leið til að nýta fiskafganga og þá er matreiðslan enn fljótlegri. Svo má setja hvaða grænmeti sem er í réttinn, allt eftir smekk eða bara velja það sem til er í ísskápnum hverju sinni. Gott er að hafa líka með þessu ferskt salat, og jafnvel bæta við hrísgrjónum. Það er gott að lesa uppskriftabækur til að fá hugmyndir en leyfa svo eigin smekk og ímyndunarafli að ráða restinni.

Innihald:

4-6 tortillur (fer eftir stærð)
– 1-2 á mann
500 g ýsa, roðflett og beinhreinsuð
1 tsk salt
½ tsk nýmalaður pipar
1 msk matarolía
1 rauðlaukur (stór)
1 græn paprika
1 chilipipar
2 dl nýrnabaunir (niðursoðnar)
1 dl vatn
½-1 poki taco-kryddblanda
2 niðursoðnir ananashringir

Sósa:
2 dl létt AB-mjólk
1 dl steinselja
2-3 rif hvítlaukur
½ agúrka
1 tsk salt
½ tsk nýmalaður pipar
½ tsk cumin

Aðferð:

1. Skerið ýsuna í strimla og steikið í helmingnum af olíunni. Kryddið m. salti og pipar.
2. Saxið lauk, fræhreinsið papriku og chilipipar og saxið. Hitið í olíu á pönnu og snöggsteikið grænmetið. Hellið niðursoðnu nýrnabaununum út í ásamt vatni. Kryddið með taco-kryddblöndu. Hitið.
3. Skerið ananas í bita og bætið saman við. Hitið tortillurnar í ofni (eða örbylgju) og fyllið með fiski og grænmetisblöndu.

Berið fram með kaldri sósunni.

Sósa: Skerið agúrku í litla teninga. Hrærið allt saman sem þarf í sósuna. Kryddið og geymið í kæli.

Undirbúningur og matreiðsla 30 mínútur.

admin birti undir Fiskur


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...