Námskeið – Sannprófun – Innri úttektir – Stað- og fjarnámskeið (Teams)

12/10/2023, All Day

Námskeið - Sannprófun - Innri úttektir - Stað- og fjarnámskeið (Teams)

Innri úttektir eru mikilvægt tæki til að sannreyna hvort unnið sé eftir gæðakerfi fyrirtækisins.

Á námskeiðinu verður rætt um innri úttektir í víðu samhengi, hvernig áætlun um innri úttektir er gerð, hvernig sannprófun á virkni forvarna og HACCP kerfis er framkvæmd, mismunandi aðferðir til sannprófunar, hvernig best er að tryggja að úrbætur séu gerðar og hvernig þeim er fylgt eftir.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á verkefnavinnu þar sem þátttakendur geta m.a. komið með skjöl úr eigin gæðakerfi og unnið með þau undir leiðsögn fyrirlesara. Með því móti geta þátttakendur hámarkað skilvirkni og árangur námskeiðsins.

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eftirfarandi:

  • Úttektaráætlun
  • Sannprófun, innri úttektir – aðferðafræði
    • Hvernig virkar gæðakerfið frá degi til dags? Eru forvarnir virkar?
    • Hvernig virkar gæðakerfið í heild sinni – árleg sannprófun
  • Undirbúningur og framkvæmd úttetka – gerð og notkun gátlista
  • Undirbúningur og framkvæmd sannprófunar
  • Sýnatökur, prófanir, kvarðanir
  • Niðurstöður, úrbætur og eftirfylgni

Tími:

12. október kl. 8:30-12:30 og

19. október  kl.: 10-12

Staður: Sýni, Víkurhvarfi 3, 203 Kópavogi og fjarnámskeið (Teams). Hægt er að velja um stað- eða fjarnámskeið

Verð: 55.000 kr.*

Skráning

  • Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og léttar veitingar
  • Munið eftir styrkjunum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna!!

* Tilkynna þarf forföll a.m.k. 2 virkum dögum fyrir námskeið á netfangið namskeid@syni.is. Berist afskráning of seint eða alls ekki áskilur Sýni sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu. Ef ekki næst lágmarks þátttaka á námskeiðið áskilur Sýni sér þann rétt að fresta eða aflýsa námskeiðinu með minnst sólarhrings fyrirvara.