fbpx

Sýni

Núðlur með rækjum

Lýsing:

Fljótlegur en góður réttur fyrir 2.

Innihald:

300 g núðlur – eftir smekk (mér finnst samt kínverskar hrísmjölsnúðlur, hvítar og þunnar langbestar)
1 tsk kurkuma
1/2 púrrulaukur
1 msk olía
200 g rækjur
1 hvítlauksrif, marið
pipar og salt eftir smekk.

Aðferð:

Núðlurnar eru soðnar skv. leiðbeiningum með örlitlu salti og 1 tsk kurkuma er bætt í vatnið til að lita núðlurnar sólskinsgular.
Púrran er þvegin og skorin í þunna hringi. Púrran og rækjurnar eru léttsteikt í olíunni í u.þ.b. 2 mínútur. Kryddað með hvítlauk, salti og pipar eftir smekk. Núðlurnar settar í skál eða á diska og rækjunum skellt yfir. Tilbúið!
Njótið með góðu salati.

admin birti undir Fiskur


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*