fbpx

Sýni

Pasta með smjörbaunum og pestó

Lýsing:

Pasta með Smjörbaunum og Pestó = PSP  (Play Station Portable)

Innihald:

250 g pasta (t.d. tricolore)
850 ml vatn og stór grænmetisteningur
1 rauð paprika, skorin í þunnar ræmur
1 bolli furuhnetur
2 hvítlauksrif
½ bolli ólífuolía
Fullt af basil
Parmesan ostur
1 dós smjörbaunir
Rifinn ostur

Aðferð:

Sjóðið pastað í vatni með grænmetisteningi í. Ekki hella vatninu af þegar pastað er búið að sjóða.
Á meðan pastað sýður er búið til pestó í mixara úr furuhnetum, hvítlauk, basil, parmesanosti og olíu

Blandið saman pasta (með soði), papriku, smjörbaunum og pestói.
Setjið í eldfast mót og stráið osti yfir

Bakað í ofni við 180°C í um 15 mínútur.

admin birti undir Grænmeti og baunir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*

Close
loading...