fbpx

Sýni

Plokkfiskur 21. aldarinnar (Fiskbaka að hætti Jamie Oliver)

Lýsing:

„Fiskbakan er einhver notalegasti og besti matur sem ég get hugsað mér. Þetta er æðisleg uppskrift sem ég er mjög hrifinn af“ (Jamie Oliver)

Innihald:

Handa 6

5 stórar kartöflur, afhýddar og skornar í 2,5 cm bita
salt og nýmalaður svartur pipar
2 egg úr frjálsum hænum
2 stórir hnefar af nýju spínati
1 laukur, saxaður smátt
1 gulrót, skorin í tvennt og söxuð smátt
fín jómfrúr olía
um 2,5 dl rjómi
2 vænir hnefar af rifnum þroskuðum cheddar- eða parmesanosti
safi úr einni sítrónu
1 kúfuð teskeið enskt sinnep (honey mustard td.)
stór hnefi af sléttblaða steinselju, söxuð smátt
450 g ýsu- eða þorskflak, roðflett, beinhreinsað og skorið í ræmur
múskat (má sleppa)

Aðferð:

Hitið ofninn í 230°C. Setjið kartöflurnar í sjóðandi saltað vatn og látið sjóða í tvær mínútur. Setjið þá eggin útí og látið sjóða með kartöflunum í 8 mínútur. Gufusjóðið spínatið um leið í um 1 mínútu í sigti ofan á pottinum. Takið spínatið og kreistið varlega úr því umfram vætu. Skerið eggin í fernt.

Steikið lauk og gulrót við vægan hita í ögn af ólífuolíu í um 5 mínútur. Bætið þá við rjóma og hitið að suðu. Takið af hitanum og bætið við osti, sítrónusafa, sinnepi og steinselju.
Setjið spínatið, fiskinn og eggin í leirfat, blandið því saman og hellið rjómasósunni með grænmetinu ofaná. Stappið kartöflurnar með smá ólífuolíu, salti, pipar og ögna af múskat (ef vill). Þetta er síðan sett ofan á fiskinn. Bakað í ofni í 25-30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru ljósbrúnar.

Berið fram með ertum eða salati og jafnvel tómatsósu.

admin birti undir Fiskur


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*