fbpx

Sýni

Plómu kaka

Þessa fengum við með kaffinu um daginn og var hún alveg yndislega góð.  Væri góð sem eftirréttur líka.

Innihald:

85 g smjör, ósaltað, og smá auka til að smyrja formið

10-12 plómur, skornar í tvennt og steinninn tekinn úr

390 g sykur

2 egg, mjög stór

75 ml sýrður rjómi

1/2 tsk sítrónubörkur, rifinn

1/2 tsk vanillukjarni

1/2 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

flórsykur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið 23 cm eldfast mót vel með smjöri og raðið plómunum í mótið (skurðurinn niður)
  2. Setjið 220 g af sykri og 80 ml af vatni í lítinn pott og hitið upp við háan hita þar til sykurinn verður gulbrúnn. Snúið pottinum létt en hrærið ekki. Hellið jafnt yfir plómurnar.
  3. Þeytið saman 85 g af smjöri og 170 g af sykrinum þar til blandan verður létt og loftkennd. Minnkið hraðan á þeytaranum og bætið eggjunum útí, einu í einu. Bætið sýrða rjómanum, sítrónuberkinum og vanillunni og blandið vel saman.
  4. Sigtið saman hveitið, lyftiduftið og saltið. Bætið þurrefnablöndunni rólega útí smjörblönduna og blandið saman (ekki hræra of mikið). Hellið deiginu jafnt yfir plómurnar.
  5. Bakið í 30-40 mínútur eða þar til deigið er bakað. Kælið í 15 mínútur. Hvolfið kökunni á flata plötu. Berið kökuna fram volga með flórsykri stráðum yfir.

ig0810_plumcake_lg

admin birti undir Eftirréttir, Uppskriftir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*