fbpx

Sýni

Ráðgjöf og úttektir

Sýni býður upp á ráðgjöf og úttektir sem tengjast starfsemi matvælafyrirtækja. Sérstök áhersla er lögð á öryggi og gæði. Sýni hefur verið í fararbroddi við að tengja saman starfsemi á mismunandi stigum matvælakeðjunnar.

Hjá Sýni starfar faglært fólk með háskólapróf í matvælafræði, efnafræði, sjávarútvegsfræði og verkefnastjórnun og er fyrirtækið í dag einn stærsti einkarekni vinnustaður fyrir háskólamenntað fagfólk í matvælaiðnaði.  Í ráðgjöfinni sameinast þekkingin svo allri þeirri reynslu sem byggst hefur upp í fyrirtækinu á þeim rúmlega 20 árum sem það hefur starfað.

Ráðgjafavinna krefst mikillar hæfni í verkefnastjórnun og mannlegum samskiptum og hafa ráðgjafar Sýni náð góðum árangri í að fá fólk til að vinna saman og leysa verkefni og “vandamál” sem ein heild.

Kröfur til matvælafyrirtækja um úttektir og vottun samkvæmt ýmsum stöðlum eins og ISO 22000, MSC, ASC, RFM, IFFO, BRC og IFS hafa verið að aukast og hafa ráðgjafar hjá Sýni sérfræðiþekkingu á því sviði bæði sem ráðgjafar og úttektaraðilar.

Hér til vinstri á síðunni má sjá nánari upplýsingar um þá ráðgjöf sem við veitum.

Hafa samband við ráðgjöf: