fbpx

Sýni

Merkingar á matvælum  

Við hjá Sýni höfum í gegnum árin þjónustað fjölda matvælafyrirtækja við merkingar á vörum sínum eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um merkingar matvæla. Helstu verkefnin eru m.a.

  • Útreikningar á næringargildi
  • Gerð innihaldslýsinga
  • Yfirlestur á umbúðamerkingum
  • Gerð data-/vörulýsingablaða

Með tilkomu nýrrar reglugerðar nr. 1294/2014 um miðlun matvælaupplýsinga til neytenda jukust kröfurnar enn frekar. Reglugerðin hefur nú þegar tekið gildi en hún innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1169/2011.

This image has an empty alt attribute; its file name is dreamstime_m_79144315-390x290.jpg

Til þess að þjónusta viðskiptavini okkar sem allra best hefur Sýni nú tekið í notkun forrit sem kallast Dankost Pro sem er hugbúnaður þróaður af danska fyrirtækinu Dankost. Fyrirtækið hefur yfir 20 ára reynslu í að þróa hugbúnað til notkunar við matvælaframleiðslu. Forrit þetta inniheldur upplýsingar um næringargildi matvæla sem eru m.a. fengnar úr danska gagnagrunninum Födevaredatabanken, ameríska grunninum USDA (National Nutrient Database for Standard Reference) og ÍSGEM (íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla). Í Dankost er einnig hægt að útbúa innihaldslýsingar og data-/ vörulýsingablöð allt eftir óskum viðskiptavinarins.

Hafa samband við ráðgjöf: