fbpx

Sýni

Rækjufylling í tortillur

Lýsing:

Létt og bragðgóð fylling – fljótlegur réttur. Hæfilegt magn í 6 stk.
Innihald:

2 msk ólífuolía
1 rauðlaukur, smátt skorinn
1-2 hvítlauksrif, marin
1 chili, smátt skorið (hægt að nota chilikrydd í staðinn)
ca. 30 g púrrulaukur
2 tómatar, í tengingum
1/2 lárpera (avókadó) skorin í teninga
1/2 mangó, skorinn í teninga
1/2 dós maísbaunir
200 g rækjur
1 msk sítrónusafi
Pipar, salt og cayennepipar eftir smekk.
Aðferð:

Steikið laukinn og hvítlaukinn í olíunni. Bætið grænmetinu út í og látið krauma í nokkrar mínútur. Bætið rækjunum og sítrónusafanum út í og kryddið. Hitið örlitla stund eða þartil rækjurnar eru heitar í gegn.
Notað sem fylling í tortillur. Bætið við ferskum salatblöðum, 10% sýrðum rjóma og örlitlum rifnum osti í tortilluna.
Gott er að setja sítrónusneiðar í vatn og bjóða það ískalt að drekka.

admin birti undir Fiskur


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*