fbpx

Sýni

Rauðrófupottréttur

Rauðrófupottréttur sem við fengum í hádegismat í sumar.  Kom skemmtilega á óvart. Uppskriftina má finna í bókinni Grænn kostur Hagkaupa.

Innihald:

1 msk. ólífuolía

1 stk. laukur

1 1/2 tsk. malað cumin

1/2 tsk. turmerik

1/2-1 tsk. salt

1/8 tsk. cayennepipar

3 stk. meðal stórar rauðrófur

1 stk. sæt kartafla

1/2-1 dós kókosmjólk

nokkrar kókosflögur

Aðferð:

Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar. Rauðrófur og kartöflur afhýddar og skornar í litla bita. Laukurinn mýktur í olíu í um 10 mínútur en þess gætt að hann brenni ekki. Kryddi bætt við og síðan rauðrófum, sætum kartöflubitum og kókosmjólk. Látið sjóða í minnst 1 klst.  Skreytt með þurrristuðum kókosflögum.  Þessi réttur verður betri því lengur sem hann fær að sjóða.  Berið fram með góðu salati.

admin birti undir Grænmeti og baunir, Uppskriftir


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*