fbpx

Sýni

Salat 201 Ítalía

Lýsing:
Ótrúlega gott salat sem hefur notið mikilla vinsælda á „Hvað er í matinn?“ námskeiðunum hjá okkur.
Hentar mjög vel sem góður forréttur eða bara sem hin besta máltíð.

Innihald:
1 rauðlaukur í sneiðum
½ bolli rauðvínsedik
Allskonar salattegundir
½ bolli ristaðar furuhnetur
3 vorlaukar í þunnum sneiðum
Parmesanostur í þunnum sneiðum
Parmaksinka
Fersk basil og steinselja

Heit dressing:

8 Hvítlauksrif í teningum
2/3 bolli ólífuolía
3-6 tsk. balsamic edik
3 msk. rauðvínsedik
1 msk púðursykur
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:
Marínerið rauðlaukinn í rauðvínsedikinu til að taka beiskjuna úr honum meðan annað er útbúið.
Skerið salatið niður í hæfilega bita. Setjið salatið í stóra skál, ásamt helmingnum af furuhnetunum, vorlauknum, helmingnum af ostinum, helmingnum af skinkunni og öllum kryddjurtunum. Setjið á fallegt fat.

Látið hvítlaukinn krauma í ólífuolíunni við lágan hita í um 5-10 mín. Takið hvítlaukinn úr, látið aðeins kólna og setjið edikið því næst út í (varlega!!). Sjóðið í smá tíma. Bætið púðursykri við og látið krauma rólega í 1 mínútu. Bætið við balsamic ediki og púðursykri eftir smekk. Bætið hvítlauknum við og kryddið með salti og pipar.

Setjið rauðlaukshringina yfir salatið ásamt restinni af ostinum og skinkunni. Dreypið heitri dressingunni yfir og berið fram.

admin birti undir Salöt


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*