fbpx

Sýni

Salat frá Afríku með kjúklingabaunum, eggaldini og kóríander

Lýsing:
Frábært salat með grilluðu eggaldin.

Innihald:
Olía
1 rauðlaukur saxaður smátt
2 eggaldin í þunnum sneiðum
1 dós kjúklingabaunir
söxuð kóríanderlauf

Dressing:
4 msk olía
Safi úr einni sítrónu
1 tsk hunang
1 tsk cumin
1 tsk paprika

Aðferð:
Byrjið á því að ná beiskjunni úr eggaldininu með því að salta það.
Skerið síðan í hæfilega þunnar sneiðar

Grillið eggaldin á báðum hliðum eftir að búið er að pensla með olíu og krydda með salti og pipar. Skerið sneiðarnar í fjóra hluta.

Setjið saman eggaldin, kjúklingabaunir, rauðlauk og kóríander.

Blandið öllu sem á að fara í dressinguna og hellið henni yfir salatið.

admin birti undir Salöt


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

*